Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Lilli

1 árs fugl, 101 Reykjavík

Hann Lilli er gári og hefur verið all hress og mikið utan búrs (á þverbitum) í þá 12 mánuði sem hann hefur lifað. Hann er þannig týpa af fugli að hann þarf helst að vera með öðrum fuglum, sýnist okkur. Ekki endilega að fljúga frjáls en ef í búri að það sé þá sæmilega stórt og já, með öðrum fiðruðum vinum. Við þurfum að skreppa til útlanda í 10-12 mánuði og erum í leit að einhverjum sem myndi vilja hafa hann í þann tíma, og fá fóður og þannig með honum.

  Vanur öðrum dýrum: Hann var í búri með öðrum fuglum í búðinni þar sem var keyptur. Á 2 plastvini sem hann talar mikið við :)

Heilsufar: Engin vandamál.

Fylgir: Búr ef þarf, stangir, korn, vatnsdæla, það helsta.

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Eigandi fær umsóknina til sín og ber ábyrgð á að vera í sambandi við umsækjendur, ekki Dýrahjálp. Öll dýr auglýst á heimasíðu Dýrahjálpar eru gefins.

Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

 

Senda umsókn