Ég hef verið að glíma við slæm einkenni ofnæmis sem hafa verið að skerða lífsgæði mín verulega. Eftir að hafa farið í ofnæmisrannsóknir fékk ég þær fréttir frá lækni að ég sé með ofnæmi fyrir naggrísum og að ég þurfi annaðhvort að fara á mjög sterk lyf til að reyna að halda niðri einkennunum eða finna nýtt heimili fyrir naggrísina okkar. Eftir samtal við lækni og miklar vangaveltur komumst við að þeirri niðurstöðu að best sé að finna þeim nýtt heimili hjá góðhjörtuðum og ástríkum einstaklingi/einstaklingum.
Þetta er ekki auðveld ákvörðun því okkur þykir ofboðslega vænt um Bellu og Bjarka. Þau eru miklir gleðigjafar og það er bráðskemmtilegt og fyndið að fylgjast með uppátækjum þeirra. Það þarf ekki mikið að hafa ofan af fyrir þeim fyrir utan að þrífa búrið þegar á þarf að halda og sjá til þess að þau hafi nóg af mat og vatni. Þeim líður best í rólegu og huggulegu umhverfi, en þar að auki elska þau að vera í sól! :) Þeim er ekki alltaf vel við að láta elta sig um og lyfta sér upp, en þeim finnst af og til gott að láta halda á sér og klappa sér. :)
Vön öðrum dýrum: Þau eru ekki vön því að umgangast önnur dýr fyrir utan kanínur. Bjarki hefur mjög gaman af því að umgangast kanínur og hefur oft leikið sér með þeim.
Heilsufar: Þau eru mjög heilbrigð og almennt lífsglöð. :) Þeim líður sérstaklega vel í sólbaði og líkjast þá loftlausum blöðrum því þau eru svo afslöppuð :D
Fylgir: -Naggrísabúr sem rúmar tvo naggrísi -teppi til að þekja gólfið á búrinu -vatnsflaska -þurrfóðursskál -Guinea Dad-púðar -hreinsiefni fyrir naggrísabúr (Kavee - búrið er líka frá Kavee) *við munum líka gefa einn poka af því heyi og þurrfóðri sem þau eru vön að borða og eru hrifnust af
Aðrar upplýsingar:
Þau eru ekki hrifin af miklum hávaða, svo sem hrópum, hárri partítónlist, skarkala, skellum og dynkjum, en bregða sér ekki upp við sjónvarp, útvarp og kaffivélar. Bjarki á það til dæmis til að sitja rólegur fyrir framan sjónvarpið og horfa á Svamp Sveinsson eða Gordon Ramsay :)
Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Eigandi fær umsóknina til sín og ber ábyrgð á að vera í sambandi við umsækjendur, ekki Dýrahjálp. Öll dýr auglýst á heimasíðu Dýrahjálpar eru gefins.
Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.