Það hefur verið að koma upp að umsóknir fari ekki alltaf í gegn hjá okkur. Ekki er vitað hvað veldur þrátt fyrir mikla leit en vandamálið lýsir sér þannig að umsækjandi fyllir inn alla dálka í umsóknarferlinu en í stað þess að umsókn sendist byrjar umsóknarferlið á byrjunarreit.
Þetta gerist alls ekki alltaf svo margar umsóknir eru að skila sér en nokkuð er um að fólk þurfi að senda inn aftur og jafnvel úr öðrum vafra.
ATH ef ekki hefur borist staðfestingarpóstur um að umsókn sé móttekin þá hefur umsóknin ekki farið í gegn.
Endilega sendið aftur inn umsókn ef ekki hefur borist staðfestingarpóstur.