Dýrahjálp Íslands verður með mjög svo áhugavert uppboð í tengslum við Nýsköpunarviku og í samstarfi við framleiðendur appsins Basta.
Við fengum á sínum tíma einstaka muni gefins frá flottu listafólki, ekki gafst þó tími til uppboðshalds þar sem dýrin hafa alltaf gengið fyrir þegar er verið að forgnangsraða verkefnum.
Þegar frábæra fólkið á bak við Basta- appið bauðst til að halda uppboð í tengslum við Nýsköpunarviku þá slógum við til!
Verða bæði munir sem var safnað árið 2008, sem vafalaust hafa vaxið í verðgildi á þessum tíma, og svo nýrri listmunir ásamt nokkrum klassískum dýrahjálpar munum á uppboðinu.
Nýsköpunarvikan fer fram dagana 12. til 16. maí. Ákveðið var þó að hefja uppboðið þann 1. maí svo að fólki gæfist tími til að skoða og bjóða í þá muni sem verða á uppboðinu.
Endilega skoðið uppboðið á:
https://www.basta.app/
Sjá einnig fréttatilkynningu:
Animal Support: Charity Art Auction 2025
Basta og Dýrahjálp sameina krafta sína á Nýsköpunarviku Íslands til að safna fyrir dýravelferð.
Reykjavík, Ísland — 1. maí 2025 — Í tilefni af Nýsköpunarviku Íslands 2025 er uppboðsveitan Basta stolt af því að kynna Animal Support: Charity Auction 2025, netuppboð þar sem allur ágóðinn rennur til Dýrahjálpar Íslands, íslenskra sjálfboðaliða samtaka sem sinna velferð dýra.
Uppboðið stendur frá 1. til 15. maí og er opið öllum á basta.app/dyrahjalp/iiw-charity
Þetta einstaka verkefni sameinar sköpunarkrafta íslenskra listamanna undir sameiginlegu markmiði — að styðja við dýr í neyð. Allur ágóði uppboðsins (100%) rennur beint til Dýrahjálpar, sem hefur aðstoðað yfir 8.000 dýr í að finna fósturheimili frá stofnun árið 2008.
Meðal listaverkanna sem verða boðin upp eru:
* Hermann — súrrealísk hestastytta með manna tennum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur (Lóaboratoríum, FM Belfast)
* Handunnin keramik vasi eftir Birgitte Munck hjá Munck Ceramics
* Innrömmuð prentmynd af King of Hagkaup eftir Hafmeyju (Catherine Côté)
* Upprunalegt verk í blandaðri tækni eftir Olgu Bergmann og Önnu Hallin
* A Survey of British Taxidermic Polar Bears eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur & Mark Wilson
* Upprunalegt verk í blandaðri tækni eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur og Valgerði Guðlaugsdóttur
* Textílverk eftir Hildi Sigurðardóttur og Ástu Katrínu Viggósdóttur
* Keramik verk eftir Ríkey Magnúsdóttur Ringsted og listafólk frá Múlabæ
* Úrval af prentum og listaverkum eftir listamennina hjá Feyrún Tattoo
* Innrammað prent frá nýlegri sýningu Hafmeyju (Catherine Côté)
…og fleiri verk verða kynnt síðar!
Upplýsingar um viðburðinn:
Uppboðstími: 1. – 15. maí, lýkur kl. 20:00 (íslenskum tíma)
Vefuppboð: basta.app/dyrahjalp/iiw-charity
Basta bás við Kolaportið:
Miðvikudagur 14. maí: 09:00–16:00
Fimmtudagur 15. maí: 12:00–16:00
Kíktu við, hittu teymið á bak við Basta, lærðu hvernig þú getur búið til þitt eigið uppboð, og nældu þér í límmiða!
Uppboðið var formlega opnað 1. maí á góðgerðarsýningu Dýrahjálpar á Flow (Kisi) í Bíó Paradís og heldur nú áfram á netinu. Allir geta lagt inn boð — en sigurvegarar utan Íslands þurfa að greiða sendingarkostnað. Möguleiki er á afhendingu í Reykjavík.
Um Basta:
Basta er ný tegund af uppboðslausn — vettvangur sem gerir hverjum sem er kleift að stofna og reka sín eigin uppboð, hvort sem er til góðgerðarmála, skapandi verkefna eða sér til skemmtunar. Þetta góðgerðaruppboð sýnir hversu auðvelt það er að styðja við mikilvæg málefni með Basta.
Um Dýrahjálp Íslands:
Dýrahjálp er sjálfboðaliðasamtök sem styðja við dýr í neyð um allt land með tímabundnu heimili, stuðningi og fræðslu. Frekari upplýsingar má finna á dyrahjalp.is.